myrkir músíkdagar 2025, tónlist
Myrkir músíkdagar 2025: Riot ensemble
Verð
2.500 - 3.900 kr
Næsti viðburður
laugardagur 25. janúar - 18:00
Salur
Kaldalón
Enski kammerhópurinn Riot ensemble kom líkt og stormsveipur inn á svið evrópskrar samtímatónlistar árið 2012 og hefur allar götur síðan komið fram á tónleikum og hátíðum vítt og breitt um Evrópu og þar á meðal átt í farsælu samstarfi við Myrka músíkdaga en sveitin kom síðast fram á hátíðinni árið 2019. Stærð hópsins er breytileg og getur spannað allt frá einum meðlimi upp í fullvaxna kammersveit. Á Myrkum músíkdögum í ár er hópurinn skipaður þeim Söruh Saviet, fiðluleikara, Stephen Upshaw, víóluleikara, Louise McMonagle, sellóleikara og Pétri Jónassyni, gítarleikara. Frumflutt verður nýtt verk Guðmundar Steins Gunnarssonar í bland við eldri verk þeirra Edmund Finnis, Dobrinku Tabakovu, Lisu Streich og Önnu Þorvaldsdóttur.
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés.
Flytjendur:
Sarah Saviet, fiðla
Stephen Upshaw, víóla
Louise McMonagle, selló
Pétur Jónasson, gítar
Viðburðahaldari
Tónskáldafélag Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu