myrkir músíkdagar 2025, tónlist
Myrkir músíkdagar 2025: SOLO / John McCowen
Verð
2.500 - 3.900 kr
Næsti viðburður
laugardagur 25. janúar - 22:00
Salur
Norðurljós
Á einleikstónleikum sínum frumflytur tónskáldið og kontrabassaklarínettuleikarinn John McCowen eigin verk fyrir kontrabassaklarínett sem öll voru samin síðla árs 2024. Í tónlist sinni þenur John út hljóðheim hljóðfæris síns til hins ítrasta svo að í ljós kemur, að því er virðist, smásær og iðandi lífheimur sem samsettur er úr sindrandi áferð og smágerðum hreyfingum hljóðanna.
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés.
Flytjandi:
John McCowen, kontrabassaklarínett
Efnisskrá:
Ný einleiksverk eftir John McCowen
Viðburðahaldari
Tónskáldafélag Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.
Hápunktar í Hörpu