tónlist, upprásin
Upprásin - Sóðaskapur, Inki og Blairstown
Verð
2.000 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 13. maí - 20:00
Salur
Kaldalón
Á þessum tónleikum koma fram Sóðaskapur, Inki og Blairstown
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
Sóðaskapur
Sóðaskapur er hin ófullkomna og subbulega hlið pönksins. Lög Sóðaskaps eru afköst áralangrar reiði gagnvart yfirvaldinu, feðraveldinu og kapítalismanum. Sóðaskapur er þriggja kvenna hljómsveit sem einblínir á fegurðina í ljótleikanum og þau vandamál sem fylgja því að vera ungur meðlimur samfélagsins í dag. Markmið þeirra eru þó að hafa gaman og skemmta öðrum sóðum.
Inki
Inki (Ingibjörg Friðriksdóttir) hefur komið víða við í tónlist sinni en verk hennar hafa hljómað bæði í Evrópu og vestan hafs. Hún hefur smíðað sjálfspilandi hljóðfæri, skapað hljóðinnsetningar og gaf nýverið út breiðskífuna “Thoughts Midsentence”. Tónlistin er allt í senn aðgengileg og tilraunakennd, en búast má við þungum bassalínum, silkimjúkum strengjaleik, slagverki og hráum krafti elektrónísks hljóðheims. Á Upprásinni mun Inki flytja lög af nýju plötunni í bland við glænýtt efni, en með henni leika Höskuldur Eiríksson á slagverk, PALMR á hljóðgervla og gítar, ásamt strengjatríói.
Blairstown
Blairstown er hljómsveit sem var stofnuð fyrir lokaverkefni í hljóðupptökunámi í Studió Sýrlandi. Splunkunýja hljómsveitin stefndi á upptökur og bókuðu stúdíó, en úr varð að allir meðlimir sveitarinnar gleymdu að þeir hefðu stofnað hljómsveit og neyddust til að semja allt efnið daginn fyrir upptökur. Meðlimir í Blairsworn eru Hlynur Sævarsson, Magnús Már Newman og Alexander Grybos.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir:
A
2.000 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu